Um sveitina

Hjálparsveit skáta í Kópavogi er björgunarsveit sem byggð er upp af sjálfboðaliðum og sinnir björgunar, leitar og hjálparstarfsemi þegar mannslíf eða verðmæti eru í hættu. Við höldum námskeið og æfingar fyrir félaga sveitarinnar til að auka færni þeirra og öflum þeirra tækja og tóla sem nauðsynleg eru. Útköll sveitarinnar eru mjög fjölbrett, bæði hvað varðar umfang og alvarleika. Þau geta verið allt frá því að bjarga fólki úr bráðum lífsháska yfir í að aðstoða fólk við að hemja fjúkandi garðhúsgögn. Þau geta verið hvar á landinu sem er, úti á sjó eða erlendis. Meirihluta tekna aflar sveitin með fjáröflunum þar sem félagar gefa allan sinn vinnutíma. Meðal stærstu fjáraflana okkar eru flugeldasala og sala á Neyðarkalli.

Sjálfboðaliðastarf

Sveitin hefur frá upphafi verið rekin af sjálfboðaliðum og er það enn. Frá því hún var stofnuð 4. nóvember árið 1969 hefur hún stækkað með hverju árinu og eru núna á skrá tæplega 400 fullgildir félagar. Á hverju ári eru yfir 200 manns sem gefa tímann sinn til sveitarinnar, mismikinn tíma eftir aðstæðum hvers og eins. Í sveitinni er er 7 manna stjórn auk tveggja varamanna sem taka virkan þátt í starfi stjórnarinnar. Auk þess er verkefnum sveitarinnar skipt upp í þrennskonar einingar: flokka, ráð og nefndir og hver þessara eininga hefur sinn formann. Allir eiga þessir aðilar eiga það sameiginlegt að vera sjálfboðaliðar og gefa sveitinni alla sína vinnu.

Sjá lista yfir núverandi stjórnendur sveitarinnar.

Starfsmaður stjórnar

Utanumhald í kringum starf yfir 200 virkra sjálfboða er eitt og sér gríðarleg vinna. Fyrir allmörgum árum var vinnan í kringum ýmis leyfismál, umsóknir og undirbúning í kringum flugeldasölu orðin það mikil að ljóst var að ekki væri hægt að manna hana áfram á þeim sjálfboðaliðum sem höfðu sinnt henni áður, á það sérstaklega við um vinnu sem þarf að vinna á dagvinnutíma eins og umsóknir, leyfismál og önnur samskipti við stofnanir og fyrirtæki. Þannig verkefnum hefur fjölgað mikið með árunum. Fyrst um sinn var staða starfsmanns bara mönnuð í einn mánuð á ári í kringum flugeldasölu en í dag er sveitin með eitt heilt stöðugildi í launaðri vinnu allt árið en vinnuframlag er mismikið eftir árstímum, mest í kringum flugeldasölu og sölu á neyðarkalli.

Starfsmaður sveitarinnar er Sandra Ýr Andrésdóttir. Best er að hafa samband við hana með tölvupósti á netfangið starfsmadur@hssk.is.

Oft er hægt að ná í starfsmann í síma 895 4210 eða í bækistöð sveitarinnar á dagvinnutíma. Starfsmaður er aldrei með fasta viðveru þrátt fyrir að vera mikið við í Björgunarmiðstöðinni, best er að mæla sér mót fyrirfram. Hægt er að leita til starfsmanns varðandi mál sem þarf að sinna á dagvinnutíma en einnig er hægt að hafa beint samband við stjórn sveitarinnar með tölvupósti á stjorn@hssk.is

Starfsmaður sér ekki um að taka á móti hjálparbeiðnum, þær eiga allar að fara til neyðarlínunnar, 112.

Opinberar upplýsingar

Kennitala: 410271-0289 VSK númer: 03410

Björgunarmiðstöðin

Bakkabraut 4
200 Kópavogur

Að koma við

Vinnukvöld félaga eru á þriðjudögum kl. 20:00-23:00. Ekki er föst viðvera í bækistöð.

Hnit

N 64° 06,690' V 021° 56,333'
Kortavörpun: WGS84

Póstfang

Hjálparsveit skáta í Kópavogi
Pósthólf 87
202 Kópavogur

Tölvupóstföng

Símanúmer

Athugið að allar hjálparbeiðnir eiga að fara til neyðarlínunnar, 112

Númer tækja

Kópur 1

Kópur 2

Kópur 3

Kópur 4

Kópur 5

Kópur Hägglund

Stefnir

Hjálparsveit skáta í Kópavogi