Kaupa neyðarkall

Með kaupum á neyðarkallinum tekur þú þátt í að fjármagna starf hálparsveitarinnar og gerir okkur þannig kleyft að halda áfram okkar öfluga starfi. Hjálparsveit skáta í Kópavogi er eina björgunarsveitin í Kópavogi. Salan 2023 stendur yfir dagana 2. - 4. nóvember.

Neyðarkall 2023

Neyðarkall til almennings

Meðlimir sveitarinnar munu vera á fjölförnum stöðum í Kópavogi fimmtudag, föstudag og laugardag að bjóða kallinn (lyklakippunar) til sölu. Hægt er að greiða með kortum og peningum. Takk fyrir stuðninginn í gegnum árin!

Neyðarkall til fyrirtækja

Flestir þekkja lyklakippunar sem við og aðrar björgunarsveitir höfum verið að selja í fjáröflunarskyni en sumir kannast líka við að hafa séð aðeins stærri útgáfu af neyðarkallinum í fyrirtækjum hér og þar. Það er stóri neyðarkallinn svokallaði sem er ætlaður aðilum í atvinnurekstri. Við leitum nú til ykkar, fyrirtækja í Kópavogi, um að kaupa af okkur stóran neyðarkall og um leið að styrkja viðamikið sjálfboðastarf björgunarsveitarinnar í ykkar bæjarfélagi.

Neyðarkallinn er seldur á viðráðanlegu verði fyrir allar stærðir fyrirtækja, allt frá 50.000 kr. Hægt er að panta hann í gegnum eina af eftirfarandi leiðum:

Stóri neyðarkallinn 2023

Hjálparsveit skáta í Kópavogi