Neyðarkall til Kópavogsbúa

Sala neyðarkallsins hefst í dag. Sveitarmeðlimir selja hann á fjölförnum stöðum í Kópavogi seinnipartinn í dag og næstu daga. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, mun hefja söluna formlega í Smáralind í dag kl. 16:00.

Neyðarkallinn kostar 2.000 kr. og rennur ágóðinn af sölu hans óskiptur til björgunarsveita Slysavaranfélagsins Landsbjargar.

Neyðarkall Björgunarsveitanna 2014

Neyðarkallinn í ár er með línubyssu en þær eru meðal annars notaðar til að koma björgunarlínum út í strönduð skip. Fyrsta slíka björgunin var í mars 1931 þegar 38 skipverjum var bjargað í land úr strönduðum togara við Grindavík.

Meiri upplýsingar um fluglínutæki og notkun þeirra í björgunaraðgerðum á Íslandi.

Deila fréttinni

Nýjustu fréttir

Hjálparsveit skáta í Kópavogi