Nýr björgunarbátur í Kópavogi

Dagurinn í dag var tímamótadagur hjá okkur í HSSK því vð fengum afhendan nýjan bát sem er hannaður og smíðaður af bátaframleiðandanum Rafnar. Báturinn er yfirbyggður sem gerir hann úthaldsmeiri í verkefnum, hlífir mannskapnum fyrir veðri og vindum, eykur til muna öryggi björgunarsveitarfólks og ræður við verra sjóveður í ófyrirséðum björgunarverkefnum. Sæti eru fyrir sex manns og er hægt að koma fyrir tveimur sjúkrabörum í honum. Báturinn mun bera nafnið Stefnir eins og forveri hans og mun vonandi reynast okkur vel.

Deila fréttinni

Nýjustu fréttir

Hjálparsveit skáta í Kópavogi