Rötunarnámskeið um helgina

Nú um helgina luku nýliðar rötunarnámskeiði en það er búið að standa yfir í um þrjár vikur. Fyrsti hluti námskeiðsins var bóklegur hluti en hann tóku nýliðar í fjarnámi. Þá fóru þeir yfir glærur og unnu verkefni í gegnum vef Björgunarskóla Landsbjargar. Annar hlutinn námskeiðsins var kortavinna og kennsla á áttavita en sá hluti fór fram á vinnukvöldum í Björgunarmiðstöðinni. Á þeim kvöldum lærðu nýliðar á áttavitann sinn, lærðu að lesa kort og að taka stefnur.

Kortin skoðuð

Sumstaðar þarf að hitta nákvæmlega á rétta staðinn til að komast framhjá hindrunum.

Síðasti hlutinn námskeiðsins var verklegur en hann stóð yfir alla helgina. Á föstudag var nýliðum skipt niður í fjóra litla hópa og fengu þeir svo upplýsingar um upphafs- og lokapunkt göngu sem átti að hefjast á laugardagsmorgun. Út frá þessum upplýsingum valdi hver hópur sér gönguleið. Morguninn eftir gengu hóparnir svo þá leið sem þeir völdu með hjálp korts og áttavita. Tveir hópar hófu göngu við Hafravatn en aðrir tveir hófu göngu norðan við Esjuna. Allir hópar stóðu sig með prýði og komust hrakfallalaust í Þrist í Þverárdal þar sem gist var um nóttina. Á sunnudeginum var síðan farið í stutta göngu áður en haldið var aftur heim í Kópavoginn.

Áttaviti notaður til að finna stefnu  í landslaginu

Deila fréttinni

Nýjustu fréttir

Hjálparsveit skáta í Kópavogi