F2 rauður: Ófærð í Kópavogi

Allar björgunarsveitir á Höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út vegna gríðarlega mikillar snjókomu. Helstu verkefni björgunarsveita voru að aðstoða slökkvilið við sjúkraflutninga og koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu. Þar sem þetta gerðist á aðfaranótt sunnudags var umferð með minnsta móti en þó var eitthvað um að menn væru að festast hér og þar. Núna síðustu ár hefur áhersla í þannig verkefnum breyst úr því að toga bíla lausa yfir í það að flytja fólkið sem í bílunum er í öruggt skjól og þar sem veður var gott fyrir utan snjókomuna var lítil hætta á ferðum fyrir þá sem sátu fastir.

Deila útkallinu

Nýjustu útköll

Hjálparsveit skáta í Kópavogi