F2 rauður: Villt rjúpnaskytta í nágrenni Botnssúlna

Rjúpnaskytta sem hafði verið á svæði sem kennt er við Kjöl suðvestan við Botnssúlur lent í svartaþoku og missti áttirnar. Maðurinn var með síma sem ekki var orðinn batterýslaus og svo vel vildi til að símasamband var á svæðinu þannig hann gat óskað eftir aðstoð sjálfur. Á meðan björgunarsveitir voru á leið á staðinn lyfti þokunni nægjanlega mikið til að maðurinn taldi sig vera búinn að finna hvar hann væri. Sveitir voru þó látnar halda áfram til öryggis og mættu manninum þar sem hann var á göngu að bíl sínum og fylgdu honum lokaspölinn.

Útkallið kom þegar flestir félagar sveitarinnar voru að selja neyðarkalla útum allan Kópavog sem er ein af aðal fjáröflunum sveitarinnar. Nýliðar, eldri félagar og aðrir sem ekki gátu farið í útkallið kláruðu söluna sem gekk vel á meðan rúmlega 20 manns úr sveitinni mættu til leitar.

Deila útkallinu

Nýjustu útköll

Hjálparsveit skáta í Kópavogi