Leitarflokkur

Leitarflokkur Hjálparsveitar skáta í Kópavogi sérhæfir sig í leit að týndu fólki. Undanfarin ár hefur hópurinn stefnt að því að ná þessari sérhæfingu og í dag er starfandi um tíu manna samhentur og vel þjálfaður hópur. Leit að týndu fólki er fag og þeir sem sérhæfa sig í því fagi þurfa að vera meðvitaðir um margt. Þar má nefna hegðun týndra, mismunandi leitaraðferðir, spor, sporrakningar og auðvitað björgunarstörf og ferðamennsku yfir höfuð. Auk þess býr hópurinn yfir búnað sem er sérhannaður til leitar að týndu fólki, t.d. mjög öflug leitarljós. Meðlimir hópsins reyna eftir fremsta megni að halda sér við og bæta við þekkingu sína á sviði leitartækni og þannig mun hópurinn vaxa og eflast, enda krefjast sum svið innan leitartækninnar mikillar og stöðugrar þjálfunar.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi