Rústaflokkur

Upphaf

Rústaflokkur Hjálparsveitar skáta Kópavogi var stofnaður árið 1994. Markmiðið með stofnun flokksins var að búa til hóp manna sem aflaði sér sérþekkingar hvað varðaði lífleit að fólki í húsarústum í kjölfar jarðskjálfta eða ofanflóða, en fram að þeim tíma hafði þjálfun og uppbygging verið mjög almenn eðlis hjá flestum björgunarsveitum landsins. Leitast hefur verið við að fá til liðs við flokkinn björgunarsveitarfólk sem hefur starfsvettvang er snýr að tækni eða verkmenntun sem nýtist á þessu sviði. Einn að frumkvöðlum flokksins og fyrsti formaður var Sólveig Þorvaldsdóttir fyrrverandi framkvæmdarstjóri Almannavarna ríkisins, en auk þess að vera byggingarverkfræðingur, þá hafði hún starfað með annarri af tveimur alþjóðabjörgunarsveitum Bandaríkjanna (VA-TF1) á árunum 89 til 91, og annarri svipaðari sveit í Kaliforníu 94-96 og tók m.a. þátt í aðgerðum við stjórnsýslubygginguna í Oklahóma sem sprengd var af hryðjuverkamönnum árið 1995.

Starf

Mikil reynsla er til staðar innan flokksins þar sem flestir félaga rústaflokks eru með 15 til 25 ára reynslu af björgunarsveitarstörfum. Æfingar og námskeið eru haldin reglulega allan ársins hring á vegum flokksins auk þess sem æft er með öðrum sveitum sem og á vegum ICE-SAR.

Félagar úr rústaflokk fóru bæði Til Súðavíkur og Flateyrar árið 1995 í kjölfar snjóflóðanna þar. Veturinn 1996-97 tók sveitin ásamt björgunarsveitinni Ingólfi (Ársæll) að sér að undirbúa og halda Samvörð, alþjóðlega æfingu sem í tóku þátt lönd sem eru meðlimir í NATO og Partnership for Peace (friðarsamstarfi NATO). Sú æfing var mikið til byggð á rústabjörgun og var langstærsta almannavarnaæfing sem haldin hafði verið á Íslandi á þeim tíma. Þess má geta að þetta var í fyrsta skipti sem rússnesk hersveit tók þátt í æfingu undir merkjum NATO í aðildarlandi NATO. Eftir því sem meðlimir flokksins öfluðu sér meiri menntunar á sviði björgunnar og leitar í húsarústum bæði hér heima og erlendis opnaðist betur á þann möguleika að fara utan í kjölfar mikilla hamfara og vinna í alþjóðlegu umhverfi rústabjörgunarsveita.

Útrás

Sólveig notaði ýmis tækifæri til þess að kynna fyrir starfsmönnum utanríkisráðuneytis hugmynd björgunarsamtakanna um alþjóðastarf enda hæg heimatökin þar sem hún var í miklu samstarfi við utanríkisráðuneytið sem framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins. Hugmyndin var ekki ný af nálinni því Sólveig hafði unnið fyrir björgunarsamtökin að þessari hugmynd fyrst árið 1989 og höfðu þau verið í gerjun frá þeim tíma. Það voru þó ekki margir sem trúðu þá að sveitin yrði að veruleika. Þegar jarðskjálftinn varð í Tyrklandi í ágúst 1999, hafði utanríkisráðuneytið frumkvæðið og sögðu ”eruð þið tilbúin?”. Þá voru hjólin sett í gang og hópurinn fór nokkrum tímum seinna í sitt fyrsta útkall. Þetta var 10 manna hópur samansettur af björgunarsveitarmönnum, slökkviliðsmönnum og lækni.

Það var síðan 24. mars árið 2000 við upphaf landsæfingar að undirritaður var samningur á milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar, utanríkis- og dómsmálaráðuneytisins um stofnun Alþjóðabjörgunarsveitar Íslands (á ensku SAR TEAM ICELAND eða ICE-SAR). HSSK hefur frá upphafi verið einn af meginstoðum sveitarinnar og hefur með formlegum hætti skuldbundið sig gagnvart Slysavarnafélaginu Landsbjörgu um að útvega mannskap og búnað við útköll og æfingar. Með því að taka þátt í alþjóðlegu björgunarstarfi leggur Ísland ekki einungis fram skerf til alþjóðasamfélagsins heldur verður einnig til hér innanlands gífurleg reynsla vegna þeirra miklu krafna sem gerðar eru til alþjóðabjörgunarsveita sem og þeirra aðgerða og æfinga sem sveitin tekur þátt í.

Æfingar og útköll erlendis

Búnaður

Rústaflokkur HSSK hefur yfir nokkrum búnaði að ráða. Árið 1998 gaf Landsbjörg sveitinni sérhannaða myndavél til leitar í rústum og kerru með ýmsum rústabjörgunarbúnaði. Í tilefni 30 afmælis sveitarinnar 1989 gaf Kópavogsbær gaf sveitinni sérhannaða lyftipúða er lyfta allt að 20 tonna fargi. Auk þess að fjölmargir aðrir aðilar hafi lagt hönd á plóg, hefur sveitin verið metnaðarfull við að byggja upp þann búnað er snýr að leit og björgun úr húsarústum. Sem dæmi má nefna að veturinn 2003 - 2004 keypti sveitin verkfæri og annan búnað ætlaðann til rústabjörgunnar að verðmæti hátt í þriggja milljóna króna. Stærstu einstöku kaupin voru þar í nýrri leitarmyndavél (Searchcam 2000) ásamt Delsar hljóðleitartæki af fullkomnustu gerð frá SearchSystems. Búnaður sem flokkurinn hefur yfir að ráða á útkallslista í dag er um 2000 kg. Auk tveggja sérhæfðra myndavéla og hljóðleitartækja.

Helstu tæki í umsjón rústaflokks

Einnig kemur til annar búnaður í eigu HSSK þegar á þarf að halda:

Hjálparsveit skáta í Kópavogi