F2 rauður: Týndar rjúpnaskyttur á Snæfellsnesi

Sveitir af öllum vesturhelmingi landsins voru kallaðar til leitar á Snæfellsnesi þar sem tvær rjúpnaskyttur höfðu ekki skilað sér af fjalli í lok dags eins og til stóð. Mjög slæmt veður var á svæðinu, lélegt skyggni, rok og úrkoma sem gerði leit á svæðinu mjög erfiða. Eftir langa og erfiða nótt gátu mennirnir gert vart við sig í gegnum síma morguninn eftir og stuttu síðar tókst að fá hnit úr símum þeirra til að staðsetja þá. Talsverðan tíma tók að ná til mannanna og fylgja þeim niður af fjallinu vegna slæms veðurs og vatnavaxta í ám á svæðinu. Það tókst þó að lokum og voru þeir komnir niður um sólarhring seinna en áætlað var.

Deila útkallinu

Nýjustu útköll

Hjálparsveit skáta í Kópavogi