Neyðarkall til fyrirtækja

Salan á neyðarkalli til fyrirtækja 2023 er hafin. Flestir þekkja lyklakippurnar sem við og aðrar björgunarsveitir höfum verið að selja i fjáröflunarskyni til almennings í nóvember síðustu ár. Sumir kannast líka við að hafa séð aðeins stærri útgáfu af neyðarkallinum í fyrirtækjum hér og þar. Það er stóri neyðarkallinn svokallaði sem er ætlaður aðilum í atvinnurekstri. Við leitum nú til ykkar, fyrirtækja í Kópavogi, um að kaupa af okkur stóran neyðarkall og um leið að styrkja viðamikið sjálfboðastarf björgunarsveitarinnar í ykkar bæjarfélagi.

Kaupa kall!

Deila fréttinni

Nýjustu fréttir

Hjálparsveit skáta í Kópavogi