Kynning á nýliðastarfi Hjálparsveitar skáta í Kópavogi fer fram miðvikudaginn 30. ágúst næstkomandi klukkan 19:00 í Björgunarmiðstöðinni okkar að Bakkabraut 4 í Kópavogi, efstu hæð. Nýliðastarf er opið þeim sem náð hafa 18 ára aldri, hafa góð tök á íslensku og eru reiðubúin að skuldbinda sig til þjálfunar í tvö ár. Við hvetjum alla áhugasama um að mæta á kynningu …