F3 grænn: Athugun á aðstæðum við Sólheimajökul

Tveir menn frá sveitinni voru staddir við Sólheimajökul þegar leiðsögumenn sem voru að koma af jöklinum tilkynntu að vatn væri að koma upp úr svelg á óvenjulegum stað á jöklinum og því fylgdi gaslykt. Lögregla ákvað að fá ferðaþjónustuaðila á svæðinu til að senda ekki hópa af stað, kalla þá sem á jöklinum voru til baka og loka svæðinu á meðan aðstæður væru kannaðar. Okkar menn aðstoðuðu lögreglu við lokunina og upplýstu ferðamenn um hvað var í gangi. Eftir að hafa kannað aðstæður betur við jökulinn og rætt við staðkunnuga var ákveðið að opna svæðið aftur.

Deila útkallinu

Nýjustu útköll

Hjálparsveit skáta í Kópavogi