F1 gulur: Bátur strand við Álftanes

Björgunarsveitir voru kallaðar út á hæsta forgangi eftir að 10 metra langur fiskibátur strandaði við Álftanes. Báturinn lá þá utan í skeri með bilað stýri og var byrjaður að leka en lensidæla um borð náði að halda í við lekann. Þrátt fyrir að útkallið kæmi á dagvinnutíma á virkum degi var Stefnir, stærri bátur sveitarinnar, lagður af stað úr Kópavogshöfn 15 mínútum eftir boðun og var hann kominn að strandaða bátnum hálftíma eftir að fyrstu boð bárust björgunarsveitum. Báturinn var dreginn inn í Hafnarfjarðarhöfn og komið beint upp á kerru, áhöfninni varð ekki meint af.

Deila útkallinu

Nýjustu útköll

Hjálparsveit skáta í Kópavogi