F1 rauður: Bátur strandar við Vogastapa

Sjóbjörgunarsveitir voru kallaðar út vegna báts sem strandaði við Vogastapa á Suðurnesjum. Í fyrstu var ekki ljóst hvað hafði orðið um áhöfn bátsins en síðar kom í ljós að tveir menn sem á honum voru höfðu sjálfir synt úr honum í land. Þyrla Landhelgisgæslunnar hífði mennina síðan um borð til sín og flutti á sjúkrahús.

Fjórir menn fóru á slysstað frá sveitinni á Stefni, stærri bát sveitarinnar. Þegar þeir komu á svæðið voru sveitirnar á Suðurnesjum þegar á staðnum og verið að flytja mennina til Reykjavíkur. Báturinn sem þeir voru á maraði í hálfu kafi undir stapanum og var það skemmdur að ekki þótti ráðlegt að reyna að draga hann á flot.

Deila útkallinu

Nýjustu útköll

Hjálparsveit skáta í Kópavogi