F3 grænn: Bíll í Laugalæk við Landmannalaugar

Þýsk hjón sem voru á leið inn í Landmannalaugar á Volkswagen Caravelle festu bílinn í Laugalæk þar sem er annað af tveimur vöðum sem þarf að ganga eða aka yfir 300 metrum áður en komið er að lauginni í Landmannalaugum. Bíllinn hafði drepið á sér á leiðinni yfir vaðið. Bílinn var dreginn á þurrt og þar kom í ljós að vatn var komið í loftsíu bílsins. Þegar það hefur gerst við akstur yfir á er ekki ráðlagt að reyna að ræsa bílinn aftur fyrr en búið er að athuga hvort vatn hafi farið inn á vélina. Ferðamennirnir voru aðstoðaðir við að kalla til dráttarbíl.

Sveitin var á hálendisvakt á Fjallabakssvæðinu frá 25. júní til 2. júlí og þetta var eitt af verkefnunum sem komu á svæðinu á þeim tíma.

Deila útkallinu

Nýjustu útköll

Hjálparsveit skáta í Kópavogi