F3 grænn: Erlendir ferðamenn fastir á Nesjavallaleið

Sveitin var kölluð út rétt eftir klukkan ellefu á aðfangadagsvköld til að aðstoða kínverska ferðamenn sem sátu fastir í bíl á Hafravatnsvegi. Sex manns fóru á tveimur jeppum sveitarinnar og ætluðu að aðstoða ferðamennina. Þeir virðast hinsvegar hafa náð að bjarga málunum sjálfir því ekki fundust þeir þegar komið var á staðinn. Eftir að hafa leitað af sér allan grun var haldið heima aftur og kom hópurinn til baka í hús að ganga þrjú á jólanótt.

Deila útkallinu

Nýjustu útköll

Hjálparsveit skáta í Kópavogi