F2 grænn: Fastur bíll í Norðari-Ófæru

Lögregla óskaði eftir að við aðstoðuðum ökumann sem sat fastur á bíl sínum í Norðari-Ófæru á leið að Gjátind sem er útúrdúr frá Fjallabaksleið Nyrðri rétt norðan við Hólaskjóls. Áður en við komum á staðinn var landvörður í Eldgjá kominn á staðinn líka og gat lýst aðstæðum fyrir okkur. Við dróum bílinn úr ánni þaðan sem hann hélt för sinni áfram fyrir eigin vélarafli.

Sveitin var á hálendisvakt á Fjallabakssvæðinu frá 25. júní til 2. júlí og þetta var eitt af verkefnunum sem komu á svæðinu á þeim tíma.

Deila útkallinu

Nýjustu útköll

Hjálparsveit skáta í Kópavogi