F3 grænn: Fastur bíll í Laugalæk

Vegfarandi kom í hálendisvaktarskálann við Landmannalaugar vegna bíls sem sat fastur í vaðinu á Laugalæk við Landmannalaugar. Um fólksbíl var að ræða sem var á leið úr Landamannalaugum og hafði drepist á vélinni í fyrra vaðinu. Ökumaðurinn vildi fá start út í ánni og á endanum urðum við við þeirri ósk hans. Bílinn fór í gang og komst uppúr ánni að sjálfsdáðum, en það draptst strax á honum aftur þegar hann fór yfir seinna vaðið. Hann var dreginn upp úr því með spili og fékk start aftur til að koma vélinni í gang áður en hann hélt för sinni áfram.

Sveitin var á hálendisvakt á Fjallabakssvæðinu frá 25. júní til 2. júlí og þetta var eitt af verkefnunum sem komu á svæðinu á þeim tíma.

Deila útkallinu

Nýjustu útköll

Hjálparsveit skáta í Kópavogi