F3 grænn: Föst á Fjallabaksleið Nyrðri

Lögregla kallaði sveitina upp í Landmannalaugum vegna þriggja einstaklinga sem sátu föst í bíl ofan í á á Fjallabaksleið Nyrðri. Engin hætta var á ferðum en fólkið þurfti aðstoð við að komast úr ánni. Þegar komið var á staðinn var bílinn dreginn upp úr ánni og skilinn eftir á árbakkanum þar sem vatn var komið í loftsíu. Farþegarnir voru ferjaðir inn í Landmannalaugar þaðan sem þeir gátu tekið rútu til byggða.

Sveitin var á hálendisvakt á Fjallabakssvæðinu frá 25. júní til 2. júlí og þetta var eitt af verkefnunum sem komu á svæðinu á þeim tíma.

Deila útkallinu

Nýjustu útköll

Hjálparsveit skáta í Kópavogi