Bátahópar voru boðaðir á hæsta forgangi vegna öskra og hávaða sem kom frá bát úti fyrir Sæbraut á móts við Borgartún í Reykjavík. Vinnukvöld var í gangi á sama tíma hjá sveitinni og tók því aðeins örfáar mínútur að manna bát og fara úr höfn. Á vettvangi kom í ljós að báturinn hafði siglt að sjálfsdáðum til hafnar og þurfti ekki á frekari aðstoð björgunarsveita að halda.
Deila útkallinu