Leita að tveimur göngumönnum sem lentu í sjálfheldu í Esju. Þeir höfðu gengið upp Þverfellshornið kvöldið áður en villst á fjallinu og ekki fundið niðurgögnguleið. Eftir um 10 klukkustundir á fjallinu voru þeir komnir í sjálfheldu og óskuðu eftir aðstoð. Ekki var talið að fyrstu upplýsingar um staðsetningu væru áreiðanlegar og voru því undanfarar og leitarhópar boðaðir. Að lokum tókst að fá þá til að finna og senda staðsetningu sína á björgunarsveitir í gegnum farsíma. Undanfarar komu að mönnunum um svipað leiti og þyrla Landhelgisgæslunnar kom á svæðið. Mennirnir voru hífðir um borð í þyrluna en hluti búnaðar sem mennirnir höfðu haft meðferðis var borinn niður fyrir þá.
Deila útkallinu