Undanfarar björgunarsveita voru kallaðir út til að fara með þyrlu Landhelgisgæslunnar austur að Gunnólfsvíkurfjalli við Finnafjörð í Bakkaflóa þar sem maður hafði lent í sjálfheldu í fjallinu. Talsvert erfitt var að komast að manninum og aðstoða hann niður en að lokum tókst með öruggum hætti að komst til hans og bjarga úr sjálfheldunni heilum á húfi.
Þetta er þriðja útkall sveitarinnar þessa helgina til viðbótar við sölu á neyðarkalli sem hófst síðasta fimmtudag.
Deila útkallinu