Sveitin var boðuð út á hæsta forgangi þegar tilkynning barst um að maður á jetski hefði lent í slysi fyrir utan Kópavogshöfn og væri í sjónum. Þegar menn voru að undurbúa brottför úr húsi var maðurinn búinn að synda í land og ekkert amaði að honum. Jetskiið hafði bilað og maðurinn brugðið á það ráð að synda með það í land enda útbúinn til þess að fara í sjóinn. Hann var aðstoðaður við að koma jetskiinu upp á land.
Deila útkallinu