Snjóbíll og vélsleðar sveitarinnar voru kallaðir út til leitar vegna erlends ferðamanns sem var týndur á Fimmvörðuhálsi. Aðstæður á hálsinum voru erfiðar vegna þungs færis, snjókomu og lélegs skyggnis. Björgunarsveitir af suðurlandi höfðu leitað mannsins frá því fyrr um daginn og var óskað eftir liðsauka af höfuðborgarsvæðinu og öðrum svæðum til að aðstoða við leitina. Björgunarsveitarmenn á sleða fundu manninn á lífi á áttunda tímanum.
Deila útkallinu