Björgunarsveitir á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum voru kallaðar til leitar við Djúpavatn á Reykjanesi uppúr kl. 16 vegna bresks göngumanns sem hafði orðið viðskila við ferðafélaga sína. Hópurinn var að ganga Reykjaveg frá Reykjanesi til Nesjavalla. Þegar leit var farin vel af stað barst vísbending um ferðir mannsins við Grindarskörð og fundu leitarmenn hann í kjölfarið við Hlíðarvatn syðst á Selvogsgötu um kl. 23. Þoka hafði verið á svæðin um daginn og hann hafði villst þangað á leiðinni í Bláfjöll, en ekkert amaði að honum að öðru leiti. 15 manns frá hjálparsveitinni tóku þátt í leitinni.
Deila útkallinu