Sveitin var kölluð til leitar að týndum hlaupara sem hafði orðið viðskila við hlaupafélaga sína við Helgafell í Hafnarfirði. Mikil rigning var á svæðinu, frekar kalt í veðri og maðurinn klæddur í hlaupaföt sem ekki nægja til að halda hita á manneskju í kyrrstöðu við slíkar aðstæður. Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar til leitar og fundu leitarmenn manninn heilan á húfi en kaldan rétt tæpum tveimur klukkustundum eftir að fyrstu hópar voru boðaðir.
Deila útkallinu