Sveitir af mestöllu landinu voru boðaðar til leitar á Hallormsstaðahálsi á Héraði sunnan Egilsstaða þar sem rjúpnaskytta hafði ekki skilað sér til baka af fjalli í lok dags á föstudegi. Flogið var með stóran hóp göngumanna austur á Egilsstaði frá Reykavíkurflugvelli sem leituðu á laugardeginum auk þess sem farið var með vélsleða landleiðina sem komu austur á laugardagskvöld og hófu leit á sunnudagsmorgun. Vélsleðamenn frá HSSK ásamt sleðamönnum frá fleiri sveitum sem voru saman við leit ofarlega á Hallormsstaðahálsi fundu hinn týnda og hundinn sem með honum var heila á húfi í birtingu á sunnudagsmorgun.
Deila útkallinu