F2 rauður: Leit að vélsleðfólki á Kili

Sveitin var kölluð út rétt fyrir kl. 16 vegna tveggja ferðamanna á einum vélsleða sem skiluðu sér ekki til baka úr ferð í nágrenni við Skálpanes á Kili. Þrír sleðamenn fóru úr húsi um 25 mínútum eftir boðun og snjóbíll sveitarinnar var einnig sendur stuttu síðar ásamt mikið breyttum jeppum. Nokkuð blint var á leitarsvæðinu vegna skafrennings sem gerði leitarmönnum erfitt fyrir. Fólkið fannst heilt á húfi eftir um fimm klukkutíma leit.

Deila útkallinu

Nýjustu útköll

Hjálparsveit skáta í Kópavogi