F2 rauður: Leit í Kópavogi

Sveitin var kölluð út um kvöldmatarleitið til leitar í Vatnsendahlíð og efri byggðum Kópavogs að manni sem ekkert hafði spurst til frá því um morguninn. Mikil rigning hafði verið um daginn en það stytti upp síðdegis. Seint um kvöldið var hiti kominn niður fyrir frostmark og spár gerðu ráð fyrir að vindur myndi aukast eftir því sem leið á nóttina og daginn þar á eftir. Leitarmenn fundu manninn heilan á húfi rétt eftir miðnætti rúmum fjórum tímum eftir að leit hófst.

Deila útkallinu

Nýjustu útköll

Hjálparsveit skáta í Kópavogi