Sveitin var boðuð út til leitar að ferðamanni sem hafði dottið fram af snjóskafli yfir jökulánni í Sveinsgili nálægt Landmannalaugum. Ferðafélagi mannsins sá hann falla í ánna þaðan sem straumurinn bar hann undir skaflinn. Skaflinn huldi ánna á um 46 metra löngum kafla, mjög þykkur og harðgerður snjór. Björgunarsveitir af stærstum hluta landsins voru boðaðar til að moka sig í gegn. Eftir rúmlega sólarhring af mokstri og erfiði fannst maðurinn látinn.
Deila útkallinu