F2 gulur: Leit ofan Kaldársels

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar til leitar ofan Kaldársels í Hafnarfirði þar sem mæðgur höfðu lent í þoku á göngu og týnt slóðanum sem þær voru á. Á sama tíma var í gangi leitartækninámskeið hjá sveitinni og hélt einn hópur þegar í stað á vettvang. Um 20 mínútum eftir boðun fundu mæðgurnar slóða aftur og gátu þaðan komið sér sjálfar á bílastæðið þar sem bíllinn þeirra var.

Deila útkallinu

Nýjustu útköll

Hjálparsveit skáta í Kópavogi