Sveitin var boðuð til leitar í Ölfusá þar sem talið er að maður hafi lent í ánni aðfaranótt annars í jólum. Strax um nóttina var óskað eftir mönnum með öflugan ljósabúnað frá sveitinni til að lýsa upp ánna og leita frá landi. Um morguninn 26. og aftur 27. desember fóru sérhæfðir straumvatnshópar frá sveitinni austur og leituðu í ánni. Ís og krapi sem er í árfarveginum á þessum árstíma gerir það að verkum að aðstæður til leitar eru mjög erfiðar. Maðurinn er enn ófundinn.
Deila útkallinu