Sveitin var boðuð til leitar í Kópavogi, þe. voginum sem bærinn ber nafn sitt af, og á Kársnesi vegna ungs karlmanns sem saknað var. Síðast var vitað um ferðir hans á því svæði fyrr um daginn og voru allar sveitir á Höfuðborgarsvæðinu boðaðar til leitar. Á sjó var leitað með bátum, þyrlu Landhelgisgæslunnar og drónum auk þess sem fjörur voru gengnar. Á landi var leitað gangandi, með hundum, á reiðhjólum, vélhjóli og fjórhjólum. Leitin stóð yfir fram á nótt og til stóð að halda áfram um morguninn og leita svæðið aftur í björtu en þá fannst hinn týndi.
Deila útkallinu