F3 rauður: Ofsaveður á landinu öllu

Vegna spár um eina kröppustu lægð sem komið hefur upp að landinu í 25 ár var sveitin sett í viðbragðsstöðu og óskað eftir að meðlimir hennar yrðu tilbúnir í húsi frá kl. 18 síðdegis ef til hjálparbeiðna kæmi. Almenningur var hvattur til þess að vera ekki á ferli, fjölda viðburða var aflýst og vinnustaðir lokuðu snemma. Almannavarnardeild lýsti yfir óvissustigi á öllu landinu. 182 aðstoðarbeiðnir bárust björgunarsveitum á Höfuðborgarsvæðinu, flestar vegna foks og vatnsleka. Veðrið hafði ekki jafn mikil áhrif á færð innanbæjar og óttast var en loka þurfti öllum leiðum til og frá Höfuðborgarsvæðinu. Líklega fór betur en á horfðist vegna þess að fólk virti tilmæli almannavarna og var viðbúið veðrinu. Aðgerðum lauk um kl. 7 morguninn eftir.

Deila útkallinu

Nýjustu útköll

Hjálparsveit skáta í Kópavogi