Sveitin var kölluð út vegna óveðurs sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið. Þónokkur verkefni voru í Kópavogi, allt frá Kársnesi og upp í Hvarfahverfi. Verkefnin voru fjölbreytt, tré að falla á hús, þakplötur að rifna af húsþökum, skilti að fjúka, vinnupallar að hrynja niður og fjúkandi trampolín svo eitthvað sé nefnt. Útkallið hófst um kl. 15:30 og lauk um kl. 19.
Deila útkallinu