Sveitin var kölluð út um miðjan dag vegna óveðurs á Höfuðborgarsvæðinu. Mörg útköll komu í Kópavogi vegna bæði lausra og fastra hluta sem voru að fjúka og valda hættu. Þakplötur voru að losna af húsþökum, stillansar og byggingarefni að fjúka í kringum nýbyggingar, hurðir og gluggar fuku upp og skemmdust auk þess sem einstaka trampolín höfðu ekki verið tekin saman frá því í sumar. Þegar líða tók á daginn og kvöldið fóru að koma fleiri vandamál vegna vatnselgs. Flæddi meðal annars inn í hús og stórir pollar mynduðust á götum og ökumenn lentu í vandræðum.
Deila útkallinu