F1 rauður: Skipsstrand við Helguvík

Aðfaranótt laugardags klukkan 01:03 fékk sveitin útkall vegna skipstrands í Helguvík. Innan hálftíma frá útkalli voru 2 hópar frá okkur farnir úr húsi, 4 á björgunarbátnum Stefni og 4 á bíl með öfluga ljóskastara til að lýsa upp vettvang og fylgjast með skipinu.

Sjóferðin gekk hægt sökum mikillar ölduhæðar og veðurs en um leið og áhöfninni hafði verið bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar var Stefni snúið við. Landhópurinn hélt þó sínu striki og stóð vaktina við skipið fram undir morgun.

Deila útkallinu

Nýjustu útköll

Hjálparsveit skáta í Kópavogi