Sveitin var kölluð út vegna 11 tonna báts sem strandaði í fjörunni við Eyri á Álftanesi. Tveir menn voru um borð í bátnum en fljótlega varð ljóst að þeir væru ekki í mikilli hættu þar sem báturinn sat í fjöruborðinu skammt frá landi og fjaraði undan. Veður var gott og sléttur sjór. Áhöfn bátsins var flutt í land og báturinn tryggður frá landi fram að næsta flóði. Bátar mættu á staðinn með kvöldinu og var báturinn dreginn á flot og fylgt til hafnar í Kópavogi.
Deila útkallinu