Sveitin var kölluð út ásamt fleiri björgunarsveitum af Höfuðborgarsvæðinu og SHS vegna ungrar konu sem féll af hjóli sínu og slasaðist á öxl. Hún var að hjóla Jaðarinn sem er vinsæl fjallahjólaleið frá Bláfjallavegi að Elliðavatni í jaðri hraunbreiðu í Heiðmörk sem heitir Húsfellsbruni. Flytja þurfti konuna nokkurn spöl þangað sem sjúkrabíll komst að.
Deila útkallinu