F1 gulur: Skúta strandar á Lönguskerjum

Í dag var sveitin kölluð út vegna skútu sem hafði strandað, í fyrstu var tilkynnt um hana við Hafnarfjarðarhöfn en á leið út Skerjafjörðinn kom í ljós að hún hafði strandað á Lönguskerjum í Skerjafirði.

Erfitt var að nálgast skútuna þar sem miklar grynningar voru allt í kringum hana en að lokum tókst að koma í hana taug en tilraunir til að draga á flot báru ekki árangur. Einn var um borð og var honum bjargað og skútan skilin eftir þar sem fjaraði hratt undan henni.

Núna á fllóði síðdegis var skútan síðan dregin á flot og til Kópavogshafnar.

Deila útkallinu

Nýjustu útköll

Hjálparsveit skáta í Kópavogi