Bátasveitir á Höfuðborgarsvæðinu ásamt sjúkraflutningamönnum frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins voru kallaðar út vegna skyndilegra veikinda hjá farþega um borð í Hvalaskoðunarbát á Faxaflóa. Stefnir, stærri bátur sveitarinnar, var lagður af stað úr höfn í Kópavogi 12 mínútum eftir að fyrstu boð bárust. Hlúð var að sjúklingnum um borð í Hvalaskoðunarbátnum þar til komið var til hafnar í Reykjavík.
Deila útkallinu