Farin á Hálendisvakt

Hluti sveitarinnar er núna á leiðinni upp í Nýjadal á Sprengisandsleið til að taka við Hálendisvakt björgunarsveitanna þar af björgunarsveitunum Húnum og Strönd. Hálendisvaktin gengur út á að hafa björgunarsveitir tiltækar nær mögulegum verkefnum á hálendinu til að stytta útkallstíma og bæta við viðbragð á viðkomandi svæðum. Í ár mannar hjálparsveitin tvær vikur, fyrri vikuna á Sprengisandi 7. - 14. ágúst og þá síðari á Fjallabakssvæðinu með aðsetur í Landmannalaugum 14. - 21. ágúst.

Deila fréttinni

Nýjustu fréttir

Hjálparsveit skáta í Kópavogi