Nýliðakynning

Kynning á nýliðastarfi Hjálparsveitar skáta í Kópavogi fer fram miðvikudaginn 30. ágúst næstkomandi klukkan 19:00 í Björgunarmiðstöðinni okkar að Bakkabraut 4 í Kópavogi, efstu hæð. Nýliðastarf er opið þeim sem náð hafa 18 ára aldri, hafa góð tök á íslensku og eru reiðubúin að skuldbinda sig til þjálfunar í tvö ár. Við hvetjum alla áhugasama um að mæta á kynningu sveitarinnar á miðvikudaginn.

Nýliðaþjálfunin er krefjandi og skemmtileg og byrjar með krafti á göngu á Vífilsfell daginn eftir kynninguna, fimmtudagskvöldið 31. ágúst.

Allar fyrirspurnir sendist á [email protected]

Starf björgunarfólks er fjölbreytt, krefjandi, skemmtilegt og ævintýralegt! Við erum til taks þegar eitthvað á bjátar og alltaf á vaktinni. Okkar verkefni eru fyrst og fremst leit og björgun þegar mannslíf og munir eru í hættu.

Hlökkum til að sjá ykkur! Sýna minna

Deila fréttinni

Nýjustu fréttir

Hjálparsveit skáta í Kópavogi