Útköll

F2 rauður: Leit að manni í nágrenni Hafnarfjarðar

Sveitin ásamt öðrum björgunarsveitum á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum var kölluð út til leitar að manni sem saknað var í Hafnarfirði. Hann var á bíl síðast þegar hann sást þannig til stóð að leita alla vegi og slóða í Hafnarfirði og nágrenni. Einnig var lýst eftir manninum í fjölmiðlum og fannst ...

F3 grænn: Föst á Fjallabaksleið Nyrðri

Lögregla kallaði sveitina upp í Landmannalaugum vegna þriggja einstaklinga sem sátu föst í bíl ofan í á á Fjallabaksleið Nyrðri. Engin hætta var á ferðum en fólkið þurfti aðstoð við að komast úr ánni. Þegar komið var á staðinn var bílinn dreginn upp úr ánni og skilinn eftir á árbakkanum ...

F1 rauður: Seglbátur á hvolfi á Skerjafirði

Sveitin var kölluð út á hæsta forgangi vegna tilkynningar um að skúta hafi sést á hvolfi á Skerjafirði. Stefnir kom fljótt á staðinn en þar var enginn skúta, hinsvegar voru þar tveir menn á ferð á slöngubát sem höfðu ekki orðið varir við neina skútu í vanda. Bátar SL og ...

F2 grænn: Í sjálfheldu á Brennisteinsöldu

Hálendisvakt sveitarinnar fékk aðstoðarbeiðni frá Lögreglu um kvöldmatarleitið vegna tveggja kvenna sem höfðu lent í sjálfheldu. Fyrstu upplýsingar voru að þær væru í brattri fjallshlíð einhversstaðar í nágrenni við Landamannalaugar. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er í rauninni allt Landmannalaugasvæðið meira og minna þakið bröttum fjallshlíðum og því ...

F1 gulur: Veikindi í Hvalaskoðunarbát

Bátasveitir á Höfuðborgarsvæðinu ásamt sjúkraflutningamönnum frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins voru kallaðar út vegna skyndilegra veikinda hjá farþega um borð í Hvalaskoðunarbát á Faxaflóa. Stefnir, stærri bátur sveitarinnar, var lagður af stað úr höfn í Kópavogi 12 mínútum eftir að fyrstu boð bárust. Hlúð var að sjúklingnum um borð í Hvalaskoðunarbátnum þar ...

F2 grænn: Fastur bíll í Norðari-Ófæru

Lögregla óskaði eftir að við aðstoðuðum ökumann sem sat fastur á bíl sínum í Norðari-Ófæru á leið að Gjátind sem er útúrdúr frá Fjallabaksleið Nyrðri rétt norðan við Hólaskjóls. Áður en við komum á staðinn var landvörður í Eldgjá kominn á staðinn líka og gat lýst aðstæðum fyrir okkur. Við ...

F3 grænn: Fastur bíll í Laugalæk

Vegfarandi kom í hálendisvaktarskálann við Landmannalaugar vegna bíls sem sat fastur í vaðinu á Laugalæk við Landmannalaugar. Um fólksbíl var að ræða sem var á leið úr Landamannalaugum og hafði drepist á vélinni í fyrra vaðinu. Ökumaðurinn vildi fá start út í ánni og á endanum urðum við við þeirri ...

F3 grænn: Bíll í Laugalæk við Landmannalaugar

Þýsk hjón sem voru á leið inn í Landmannalaugar á Volkswagen Caravelle festu bílinn í Laugalæk þar sem er annað af tveimur vöðum sem þarf að ganga eða aka yfir 300 metrum áður en komið er að lauginni í Landmannalaugum. Bíllinn hafði drepið á sér á leiðinni yfir vaðið. Bílinn ...

F2 grænn: Veikindi í Veiðivötnum

Óskað var eftir aðstoð í Veiðivötnum vegna manns sem hafði veikts skyndilega í veiðiferð. Þrír menn fóru á staðinn á einum bíl. Maðurinn var fluttur á móts við sjúkrabíl. Sveitin var á hálendisvakt á Fjallabakssvæðinu frá 25. júní til 2. júlí og þetta var eitt af verkefnunum sem komu á ...

F2 gulur: Kajakræðari í sjónum á Skerjafirði

Sveitin var boðuð út vegna tilkynningar um kajakræðara í sjónum á Skerjafirði rétt fyrir utan Skildinganes í Reykjavík. Útkallið var afturkallað þegar í ljós kom að það sem sást í sjónum var bauja og en ekki kajakræðari.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi