Áramótablað HSSK var borið í hús í Kópavogi 26. og 27. desember. Félagar í hjálparsveitinni og fjölskyldur þeirra sjá um útburðinn á blaðinu að þessu sinni.
Við erum ótrúlega stolt af blaðinu okkar sem er yfirfullt af myndum og greinum sem segja frá fjölbreyttu starfi, sögu sveitarinnar og útköllum síðasta árið svo eitthvað sé nefnt.
Ljóst var að útburðurinn yrði stórt verkefni, enda upplagið 11.500 eintök. Ákveðið var að skipuleggja dreifinguna líkt og um leit innanbæjar væri að ræða. Bænum var skipt upp í 60 svæði og þeim úthlutað til félaga sveitarinnar. Við skipulagningu svæðanna var notaður aðgerðagrunnur Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem notast er við í öllum útköllum. Yfir hundrað manns, félagar í sveitinni, fjölskyldur þeirra og unglingar úr unglingadeildinni Uglu tóku svo að sér svæði og sáu til þess að blaðið var borið í öll heimili í Kópavogi.
Á meðan útburðinum stóð voru hópar frá sveitinni á fullu í uppsetningu á verslunum okkar og því ansi margt um að vera hjá okkur þessa daga. Hægt er að nálgast blaðið á næsta sölustað okkar - við hlökkum til að taka á móti ykkur.
Einnig er hægt að sækja vefútgáfu hér.
Afgreiðslutími verslana okkar í Vallakór, við Lindakirkju, í húsnæði Kraftvéla við Dalveg og í Björgunarmiðstöðinni okkar við Bakkabraut 4 er eftirfarandi:
28.-30. desember: 10:00-22:00
31. desember: 10:00-16:00 í öllum verslunum nema Björgunarmiðstöð þar sem opið er til kl. 18:00
Deila fréttinni