Brenna og flugeldasýning í Kópavogi 2019
Áramótabrenna og flugeldasýning verður á félagssvæði Breiðabliks í Kópavogsdal á gamlárskvöld í ár eins og áður.
Dagskrá 31. desember 2019
- Kl. 20:30: Kveikt verður í brennunni
- Kl. 21:10: Flugeldasýning hefst
Staðsetning
Í ár verður brennan á nýjum stað sunnan við Fífuna.
Kynnir er Samúel Örn Erlingsson en Ásgeir Páll heldur uppi fjörinu.
Brennuheilræði
- Skiljum eigin flugelda eftir heima. Af öryggisástæðum má ekki kveikja í flugeldum í nágrenni við brennuna.
- Klæðum okkur eftir veðri en pössum að fara ekki of nálægt brennunni í útivistarfatnaði úr gerviefnum.
- Mætum gangandi á brennuna ef við getum. Leyfum þeim sem þess þurfa að fá bílatæðin sem eru í boði.
Deila fréttinni