Flugeldasala áramótin 2021-2022

Flugeldasala björgunarsveitanna

Flugeldasalan áramótin 2021-2022 hefst 28. desember og stendur fram til klukkan 16:00 á Gamlársdag. Flugeldasalan er stærsta fjáröflunin okkar og stendur undir megninu af kostnaði við rekstur og uppbyggingu hjálparsveitarinnar ár hvert.

Í ár erum við eins og í fyrra með ýmsar ráðstafanir á sölustöðum okkar til að tryggja smitvarnir. Það er yfirleitt lang mest að gera hjá okkur að kvöldi 30. desember og svo á gamlársdag, þannig við hvetjum alla til að vera snemma á ferðinni, nýta langan opnunartíma og forðast öngþveitið sem getur skapast þegar allir koma á síðustu stundu.

Myndrit sem sýnir að mesta umferðin er seinnipart dags og langmest á gamlársdag

Netsala

Í ár er hægt að panta og borga flugelda í gegnum netið og sækja á sölustað okkar í Björgunarmiðstöðinni Bakkabraut 4, við Kópavogshöfn. Heimsendingar eru ekki í boði. Netsalan lokar að kvöldi 30. desember.

Vefverslunin er opin fram að kvöldi 30. desember. Kíktu á úrvalið inni á flugeldar.hssk.is

Sölustaðir

Fyrir þá sem vilja mæta og skoða þá erum við á 4 stöðum í Kópavogi núna um áramótin.

Sjá kort með sölustöðum

Opnunartímar

Fylgist með okkur á facebook síðu sveitarinnar

Brenna og flugeldasýning

Áramótabrennunni í ár hefur verið aflýst vegna stöðunnar á Covid 19 faraldrinum en við verðum með flugeldasýningu eins og í fyrra. Til að koma í veg fyrir hópamyndanir verður nákvæm staðsetninging ekki gefin upp, en skotið verður upp miðsvæðis í Kópavogi. Gott útsýni er m.a. frá efra bílastæði Smáralindar og frá Lindum og Sölum.

Sýning hefst kl. 21:00 á gamlárskvöld.

Deila fréttinni

Nýjustu fréttir

Hjálparsveit skáta í Kópavogi