Flugeldasalan áramótin 2023-2024 hefst 28. desember og stendur fram til klukkan 16:00 á gamlársdag. Flugeldasalan er stærsta fjáröflunin okkar og stendur undir megninu af kostnaði við rekstur og uppbyggingu hjálparsveitarinnar ár hvert.
Fylgist með okkur á facebook síðu sveitarinnar
Hægt að panta og borga flugelda hérna á síðunni og sækja á sölustað okkar í Björgunarmiðstöðinni Bakkabraut 4, við Kópavogshöfn. Heimsendingar eru ekki í boði. Netsalan lokar um kl. 10 að morgni gamlársdags.
Kíktu á úrvalið inni á flugeldar.hssk.is
Við verðum með sölustaði á 4 stöðum í Kópavogi núna um áramótin.
Það er yfirleitt lang mest að gera hjá okkur að kvöldi 30. desember og svo á gamlársdag, þannig við hvetjum alla til að vera snemma á ferðinni, nýta langan opnunartíma og forðast öngþveitið sem getur skapast þegar allir koma á síðustu stundu.
Sveitin mun standa fyrir flugeldasýningu á gamlárskvöld klukkan 21. Sýningunni verður skotið upp á Glaðheimasvæðinu austan Reykjanesbrautar. Hún verður sýnileg víða að úr Kópavogi ef veður leyfir, til að mynda úr Smárahverfi, Lindum, Sölum og sunnanverðu Digranesi.