Flugeldasala áramótin 2016-2017

Flugeldasalan áramótin 2016-2017 hefst 28. desember og stendur fram á Gamlárskvöld. Við verðum á 5 stöðum í Kópavogi í ár.

Sölustaðir

Opnunartímar

Opnunartími þrettándasölu í Björgunarmiðstöðinni

Þrettándasalan er eingöngu í Björgunarmiðstöðinni við Bakkabraut 4.

Vöruframboð

Gríðarlegt úrval af allskonar flugeldum fást á sölustöðum okkar, allt frá litlum innisprengjum upp í alvöru risatertur. Skoðaðu úrvalið inni á flugeldar.is. Athugið að það er takmarkað magn flutt inn af hverri vöru, mættu því snemma á sölustaði okkar til að tryggja að þú fáir það sem þú ert að leita að!

Öryggisakademían

Því miður verða oft slys í tengslum við meðhöndlun flugelda um áramót og viljum við ítreka það við alla að fara eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar eru út um meðferð þeirra. Leiðbeiningarnar sem liggja frammi á sölustöðum og eru einnig ritaðar á flugeldana sjálfa eru gerðar til að minka líkur á tjóni. Það á við bæði þegar allt gengur samkvæmt áætlun en þó einnig til að takmarka það tjón sem verður ef óvænt atvik koma upp eða ef varan er gölluð, því það er með flugelda eins og allt sem mannskepnan gerir að það er aldrei hægt að algjörlega útiloka að mistök hafi verið gerð þegar flugeldurinn var búinn til.

Á Youtube síðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar er að finna myndbönd Öryggisakademíunnar og við hvetjum alla sem vilja rifja upp öryggisatriðin til að vera búin að skoða þau áður en flugeldunum er skotið upp.

Notkunartími flugelda

Flugelda má eingöngu nota á tímabilinu frá 28. desember til 6. janúar. Innan þessa tímabils má ekki heldur sprengja eftir miðnætti á kvöldin eða fyrir kl. 9 á morgnanna að nýársnótt undanskilinni.

Deila fréttinni

Nýjustu fréttir

Hjálparsveit skáta í Kópavogi